Fréttir

Birt þriðjudagur, 6. október 2015

Fræðslufundur á vegum Félags dönskukennara

 Kl.15:30 Margrét Karlsdóttir formaður FDK setur fundinn.
 Kl.15:35 Sigrún Ólafsdóttir frá Rannís kynnir Nordplus – styrkmöguleika í norrænu menntasamstarfi. 
 Kl.15:50 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir deildarstjóri Tungumálavers og Þórhildur Oddsdóttir aðjúnkt í dönsku við Háskóla Íslands kynna rannsókn sína: „Dönskukennsla á tímamótum“.
 Kl 15:30 Kaffihlé. Kaffi í boði FDK.
 Kl 16:50 Brynja Stefánsdóttir kennari við FB og höfundur nýs námsefnis kynnir; GLIMT-GNIST-GLØD - hugmyndir, verkefni og reynsla.
 Kl 17:30 Fundi slitið.

Fundurinn verður sendur út í AdobeConnect. Þeir sem vilja nýta sér það eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á malfrid@ru.is í síðasta lagi fimmtudaginn 8. október. 

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn. 
Fyrir þá sem ekki eru félagsmenn er aðgangseyrir 2000 kr. 

 

·         er hagsmunafélag dönskukennara sem leitast við að efla fagvitund félagsmanna

·         er opið öllum dönskukennurum á Íslandi

·         er vettvangur kynninga og umræðna meðal dönskukennara

·         er aðili að STÍL samtökum tungumálakennara á Íslandi

·         er aðili að Nordspråk sem eru samtök kennara á Norðurlöndum sem kenna norræn tungumál sem móðurmál eða erlent mál

·         stendur fyrir námskeiðum fyrir dönskukennara sem haldin eru hér heima og erlendis

·         tekur þátt í námskeiðum sem haldin eru á vegum Nordspråk og STÍL

·         gefur út fréttabréf fyrir félagsmenn

·         heldur úti heimasíðu

·         veitir umsagnir um ýmislegt sem viðkemur dönsku og dönskukennslu á Íslandi

 

 Hvers vegna að læra dönsku?

·       Öll tungumálakunnátta er mikilvæg

·       Skyldleiki dönsku og íslensku er mikill

·       Lærðu dönsku og þú færð sænsku og norsku í kaupbæti

·       Danska er lykill að norðurlöndum, þar búa um 25 milljónir manna

·       Samskipti og menningartengsl við Danmörku eru mikil

·       Danska færir okkur nær norrænni menningu

·       Norðurlandasamstarf er Íslendingum mjög mikilvægt

·       Dönskukunnátta býður upp á fleiri möguleika í háskólanámi

·       Dönskukunnátta gefur aukna starfsmöguleika

·       Dönskukunnátta er mikilvæg í ferðamannaiðnaði

·       Norrænar þjóðir standa saman á alþjóðavettvangi