Fréttir

28

okt.

2016

Haustfagnaður á vegum Félags dönskukennaraTími: Föstudagurinn 11. nóv. 2016 kl. 15:00 til 17:00
Staður: Norræna húsið - Sturlugata 5
Fundarstjóri: Alma Guðrún Frímannsdóttir
Skráning: Lis.Ruth.Klorudottir@rvkskolar.is

Þessi viðburður er samvinnuverkefni, FDK, dönskusviðs Deildar erlendra tungumála við Hugvísindadeild Háskóla Íslands og Tungumálavers grunnskólanna.

Dagskrá 
 Kl. 15:00 Margrét Karlsdóttir formaður FDK setur fundinn
 Kl. 15:10 Jón Yngvi Jóhannsson lektor við Menntavísindasvið HÍ fjallar um bókmenntir. Erindi sitt kallar hann „Ný sjálfsævisöguleg skrif á dönsku“. Einnig fjallar Jón Yngvi um unga grænlenska höfunda sem vakið hafa athygli í Danmörku undanfarið. 
 Kl. 15:30 Margrét I. Ásgeirsdóttir yfirbókavörður bókasafns Norræna hússins kynnir bókasafnið. 
 Kl. 16:00 Pása
 K. 16:10 Pelle Carøe mastersnemi og kennari við FSU fjallar um reynslu sína af dönskukennslu á Íslandi. Erindi sitt kallar hann „ En danskers erfaring i danskundervisningen i Island“. 
 Kl. 16:30 Mariella Thayer kennari í Réttarholtsskóla kynnir okkur eitt af listformum nútímans, origami. Nokkuð sem auðvelt er að nýta sér í kennslunni. Hér er um að ræða japanska list við pappírsbrot. 
 Kl.17:00-19:00 Samvera félagsmanna, spjall og veitingar. 

 Veitingar: Greiddar á staðnum.
 Tvær hálfar sneiðar smørrebrød, sætur biti

5

maí

2016

Samtids- og kanonlitteratur på dansk i historisk perspektiv

Fredag 27. maj 2016 kl. 13-17 i Nordens Hus i Reykjavík


31

jan.

2016

AðalfundurAðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 25. febrúar 2015 í Kennarahúsinu við Laufásveg (kjallara) kl 20:00.

Dagskrá fundar:
1. Fundur settur, fundarstjóri skipaður
2. Fundarritari skipaður
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp og borin undir atkvæði,  Guðrún Sigríður Sævarsdóttir
4. Skýrsla formanns, Margrét Karlsdóttir
5. Endurskoðaðir reikningar FDK lagðir fram og bornir undir atkvæði, Jónína María Kristjánsdóttir, gjaldkeri
6. Kosning  formanns og 6 stjórnarmanna 
7. Kosning tveggja endurskoðenda 
8. Upphæð félagsgjalda borin undir atkvæði
9. Önnur mál

Boðið verður upp á kaffi og konfekt meðan á fundi stendur  
Stjórnin

9

nóv.

2015

Viðhorf Kristjáns X til sjálfstæðis Íslands og lýsingar hans á Íslendingum


Laugardaginn 14. nóvember verður haldið málþing um tengsl Íslands og Danmerkur.
Sjá dagskrá hér

Lørdag den. 14. november holdes der et seminar på Islands Universitet om forholdet mellem Danmark og Island.
Se program her

2

nóv.

2015

Jólahlaðborð - Julefrokost


1234

 

·         er hagsmunafélag dönskukennara sem leitast við að efla fagvitund félagsmanna

·         er opið öllum dönskukennurum á Íslandi

·         er vettvangur kynninga og umræðna meðal dönskukennara

·         er aðili að STÍL samtökum tungumálakennara á Íslandi

·         er aðili að Nordspråk sem eru samtök kennara á Norðurlöndum sem kenna norræn tungumál sem móðurmál eða erlent mál

·         stendur fyrir námskeiðum fyrir dönskukennara sem haldin eru hér heima og erlendis

·         tekur þátt í námskeiðum sem haldin eru á vegum Nordspråk og STÍL

·         gefur út fréttabréf fyrir félagsmenn

·         heldur úti heimasíðu

·         veitir umsagnir um ýmislegt sem viðkemur dönsku og dönskukennslu á Íslandi

 

 Hvers vegna að læra dönsku?

·       Öll tungumálakunnátta er mikilvæg

·       Skyldleiki dönsku og íslensku er mikill

·       Lærðu dönsku og þú færð sænsku og norsku í kaupbæti

·       Danska er lykill að norðurlöndum, þar búa um 25 milljónir manna

·       Samskipti og menningartengsl við Danmörku eru mikil

·       Danska færir okkur nær norrænni menningu

·       Norðurlandasamstarf er Íslendingum mjög mikilvægt

·       Dönskukunnátta býður upp á fleiri möguleika í háskólanámi

·       Dönskukunnátta gefur aukna starfsmöguleika

·       Dönskukunnátta er mikilvæg í ferðamannaiðnaði

·       Norrænar þjóðir standa saman á alþjóðavettvangi