Fréttir

2

feb.

2014

Aðalfundur


Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar 2014 í Kennarahúsinu við Laufásveg( í kjallara) kl 20:00.

Dagskráin verður eftirfarandi:

17

nóv.

2013

Julefrokost


Hið árlega jólahlað-borð Félags dönsku-kennara verður haldið í Kornhlöðunni, laugardaginn 30. nóvember kl 12.30. Kornhlaðan er einn af sölum Lækjarbrekku.
Happdrættið verður á sínum stað með fjölda góðra vinninga, og einnig verður óvænt uppákoma. Verð fyrir hlaðborðið er aðeins 4200 krónur fyrir félagsmenn og 4900 krónur fyrir þá sem ekki eru í fé-laginu. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 23. nóvember hjá: Hildur.Hauksdottir@mk.is

7

nóv.

2013

Fræðslufundur FDK


Fræðslufundur Félags dönskukennara verður haldinn 8. nóvember 2013 í stofu V102 í Háskólanum í Reykjavík.
Sjá nánar um dagskrána hér.

30

sep.

2013

Námskeið fyrir framhaldsskólakennara í dönsku


Námskeið fyrir framhaldsskólakennara í dönsku á Glym þann 4. og 5. október 2013
Sjá dagskrá hér

1234

 

·         er hagsmunafélag dönskukennara sem leitast við að efla fagvitund félagsmanna

·         er opið öllum dönskukennurum á Íslandi

·         er vettvangur kynninga og umræðna meðal dönskukennara

·         er aðili að STÍL samtökum tungumálakennara á Íslandi

·         er aðili að Nordspråk sem eru samtök kennara á Norðurlöndum sem kenna norræn tungumál sem móðurmál eða erlent mál

·         stendur fyrir námskeiðum fyrir dönskukennara sem haldin eru hér heima og erlendis

·         tekur þátt í námskeiðum sem haldin eru á vegum Nordspråk og STÍL

·         gefur út fréttabréf fyrir félagsmenn

·         heldur úti heimasíðu

·         veitir umsagnir um ýmislegt sem viðkemur dönsku og dönskukennslu á Íslandi

 

 Hvers vegna að læra dönsku?

·       Öll tungumálakunnátta er mikilvæg

·       Skyldleiki dönsku og íslensku er mikill

·       Lærðu dönsku og þú færð sænsku og norsku í kaupbæti

·       Danska er lykill að norðurlöndum, þar búa um 25 milljónir manna

·       Samskipti og menningartengsl við Danmörku eru mikil

·       Danska færir okkur nær norrænni menningu

·       Norðurlandasamstarf er Íslendingum mjög mikilvægt

·       Dönskukunnátta býður upp á fleiri möguleika í háskólanámi

·       Dönskukunnátta gefur aukna starfsmöguleika

·       Dönskukunnátta er mikilvæg í ferðamannaiðnaði

·       Norrænar þjóðir standa saman á alþjóðavettvangi